VARÐA VERKÞJÓNUSTA

Við veitum fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu á sviði verkfræði og tengdra greina. Sértæk þekking gerir okkur kleift að veita framúrskarandi þjónustu í jafnt smáum sem umfangsmiklum verkum

  • Undirbúningur fjárfestingaverkefna og framkvæmd

  • Verkefnastjórnun við hönnun og framkvæmd

  • Framkvæmdareftirlit og tæringarvarnir

  • Öryggismál


  • Innkaupastjórnun og útboð

  • Hönnunarstjórnun og byggingastjórnun

 
FYRIRTÆKIÐ

Hjá okkur starfa einstaklingar sem hafa mikla reynslu af undirbúningi og stjórnun framkvæmdaverkefna af ýmsum toga.

varda-800px

Nálgun okkar í ráðgjafastörfum sem við sinnum er að vinna mjög náið með viðskiptavinum okkar og fer vinna okkar oft á tíðum að miklu leyti fram á skrifstofu eigenda. Með því að vinna náið með eigenda tryggjum við gott upplýsingaflæði til allra hagsmunaaðila og hámörkum þá líkur á að afurðir verkefna séu í takt við væntingar og óskir eigenda.

Mikil gæði sem nást með góðu skipulagi og aga eru ævinlega markmið sem við setjum okkur í þjónustu okkar við alla viðskiptavini.

Við erum öflugt fyrirtæki sem hefur ekki tengsl við neinar verkfræðistofur eða verktaka og auk þess erum við ekki með hönnunardeild. Í þessu sjá viðskiptavinir okkar kosti þar sem engin hætta er á hagsmunaárekstrum við hönnuði eða verktaka.

Páll Svavar Pálsson

Forstöðumaður - Verklegar framkvæmdir, Isavia


Ester ráðgjafi hjá Vörðu Verkþjónustu hefur unnið að smáum sem og stórum verkefnum á Keflavíkurflugvelli, allt frá breytingum innanhúss til stærstu byggingaverkefna sem Isavia hefur tekist á við.  Í öllum þeim verkefnum sem Ester hefur sinnt fyrir Isavia hefur hún verið áreiðanleg og skilað góðu verki.  

Viðskiptavinir Vörðu