UM OKKUR

Varða var stofnuð snemma árs árið 2016. Markmið félagsins hefur frá stofnun verið að veita góða, hnitmiðaða þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers viðskiptavinar. Kjarnastarfsemi Vörðu er verkefnastjórnun fjárfestingaverkefni og stærri viðhaldsverkefni.

Grettir Adolf Haraldsson

Byggingartæknifræðingur

840-0788


Byggingatæknifræðingur og húsasmiður. Grettir býr yfir áralangri reynslu af stjórnun og umsjón verkefna á öllum stigum, frá hugmynd að lokum framkvæmda. Grettir hefur síðastliðin áratug unnið fyrir verktakafyrirtæki og stóriðju og orkugeiran þar sem hann sá meðal annars um valkostagreiningu, hönnunarstjórnun, útboð hönnunar og verkframkvæmda og stjórnun stórra og smárra framkvæmda.

Ester Jónsdóttir

Byggingarverkfræðingur

697-7796


Byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í framkvæmdastjórnun. Ester hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum undanfarin ár og má þar nefna allt frá litlum umbótaverkefnum upp í skrif 8 ára rammasamninga. Ester hefur reynslu af verkefnisstjórnun verkframkvæmda, bæði fyrir hönd verktaka og verkkaupa, umsjón með verkefnavefjum, vinnu við opinber innkaup og hönnunarstjórnun stórra byggingarverkefna.

Þórður Ásmundsson

Véla- og orkutæknifræðingur

617-2732


Vél- og orkutæknifræðingur ásamt því að hafa sveinspróf í vélvirkjun. Þórður hefur unnið að undirbúningi og stjórnun verkefna í stóriðju og orkugeiranum síðastliðin 15 ár þar sem höfuðáhersla hefur verið lögð á öryggis- og umhverfismál. Þórður hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun, framkvæmdareftirliti, frumhönnun og undirbúningi fjárfestingarverkefna ásamt gerð útboðsgagna og umsjón með útboðs- og innkaupamálum.

Kenneth Breiðfjörð

Byggingaverkfræðingur

617-6330


Byggingaverkfræðingur ásamt því að hafa lokið MBA prófi. Kenneth hefur yfir 15 ára reynslu af stjórnun innkaupa hvort heldur í einka- og opinbera geiranum þar sem hagkvæmni er höfð að leiðarljósi. Kenneth hefur mikla reynslu af stjórnun aðfangakeðja auk umsjónar með gerð útboðsgagna fyrir vöru- og þjónustukaup og rekstri samninga eftir útboð.

 

Hafðu samband

Sendu okkur línu með forminu hér fyrir neðan